
Viðskiptaráð
Viðskiptaráð Íslands eru frjáls félagasamtök þeirra sem vilja efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við bjóðum upp á lifandi starfsumhverfi þar sem skapandi hugsun, sjálfstæði og samvinna skipta lykilmáli.

Hagfræðingur á málefnasviði
Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa í málefnateymi ráðsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér greiningar, skrif og miðlun efnis sem miðar að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hafa jákvæð áhrif á opinbera umræðu um efnahags- og þjóðmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skrif greina, úttekta, álita, skýrslna og greininga
- Gagnasöfnun og rannsóknavinna greiningarvinna til að undirbyggja útgáfur
- Gerð kynninga, miðlun og framkoma í fjölmiðlum og/eða á viðburðum
- Þátttaka í stefnumótun ráðsins og öðru innra starfi
- Önnur tilfallandi skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum öðrum greinum
- Áhugi á efnahags- og þjóðmálum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og aðlögunarfærni
- Sterk greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Framúrskarandi færni í íslensku og góð færni í ensku, bæði í ræðu og riti
- Hæfni í mannlegum samskiptum og sterkur samstarfsvilji
Nánari upplýsingar
Tekið er við umsóknum í gegnum Alfreð til og með 7. janúar 2026.
Nánari upplýsingar veitir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, á netfanginu [email protected] eða í síma 510-7100.
Auglýsing birt18. desember 2025
Umsóknarfrestur7. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ferðaráðgjafi hópadeild
Kilroy

Markaðssérfræðingur
Kilroy

Aðstoðarmaður söludeildar
Hitatækni ehf

Planner / Buyer
Teledyne Gavia ehf.

Launafulltrúi
Sveitarfélagið Stykkishólmur

Staða skrifstofumanns - Patreksfirði- Tímabundið starf til eins árs
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Launafulltrúi
Vinnvinn

Við leitum að þjónusturáðgjafa í þjónustuver Arion
Arion banki

Kirkjuvörður í Seljakirkju
Seljakirkja

Óskum eftir starfsmanni í 50% stöðu.
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

Sérfræðingur í reikningshaldi
FSRE

Útbreiðslu- og viðburðastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ)
Frjálsíþróttasamband Íslands