Kilroy

Markaðssérfræðingur

Er KILROY að leita að þér?

KILROY Ísland er að leita að markaðssérfræðing.

Dreymir þig um að starfa hjá framsæknu alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða ferðalanga láta drauma sína rætast? Þá gæti verið að við séum að leita að þér!

*Athuga skal að staðan er tímabundin afleysing vegna fæðingarorlofs. Lengd er amk. til maí 2027, með möguleika á framlengingu og/eða varanlegri stöðu.*

Um okkur

KILROY Ísland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðalögum á heimsvísu. Við sérsníðum ferðir að þörfum einstaklinga sem vilja leggja land undir fót og upplifa menningu og fegurðina sem heimurinn býður upp á. Ferðalögin okkar byggja á þýðingarmiklum upplifunum með sjálfbærum kostum. Við leggjum mikið upp úr því að kynna Íslendingum fyrir því að ferðast langt en hægt, uppgötva sjálfa/n sig og hafa gaman. Við trúum því að ferðalög geti mótað okkur og umhverfið á jákvæðan hátt og leggjum mikið upp úr einlægri og persónulegri þjónustu við okkar viðskiptavini og deilum eigin upplifunum og reynslu með sér útbúnum ferðaplönum fyrir okkar viðskiptavini.

Við bjóðum upp á ungan og skemmtilegan vinnustað þar sem við deilum ástríðu okkar fyrir ferðalögum á framandi slóðir. Gakktu til liðs við okkur til að búa til sanna heimsborgara!

Saga KILROY nær aftur til ársins 1946, skömmu eftir seinni heimstyrjöldina. Þar hófst grunnurinn að skipulögðum ferðalögum fyrir ungt fólk og námsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu á ferðalögum fyrir ungt fólk á Íslandi, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. KILROY er hluti af föruneyti fyrirtækja í eigu KILROY International A/S þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í Kaupmannahöfn, Danmörku. Á Íslandi starfa 14 starfsmenn.

Upplýsingar um starfið

Sem markaðssérfræðingur fyrir KILROY Iceland verður þú hluti af teymi markaðsstjóra og markaðssérfræðinga KILROY. Þú munt vinna daglega frá KILROY skrifstofunni í Norðurturni í Kópavogi, en þú verður einnig í vikulegu sambandi við höfuðstöðvar okkar í Kaupmannahöfn. Um er að ræða skipt hlutverk þar sem þú munt bæði bera staðbundna markaðsábyrgð fyrir einstaklings- og hópadeild KILROY Ísland, á sama tíma og þú vinnur að spennandi verkefnum og herferðum ásamt öðrum starfsmönnm KILROY markaða. Þetta er krefjandi hlutverk með miklar væntingar en einnig einstakt tækifæri til að læra nýja færni og hjálpa ferðamönnum að fá meiri yfirsýn yfir lífið í gegnum ferðalög.

Helstu verkefni starfsins

Aðstoða við gerð ársáætlunar fyrir markaðsstarfsemi

• Efnissköpun og eftirlit með SoMe rásum okkar (IG/FB)

• Uppfærslur á vefsíðunni okkar

• SEO og Google ads

• Fylgja eftir fjárhagsáætlunum og hafa yfirumsjón með þeim

• Samskipti við stjórnendur á staðnum og í höfuðstöðvum okkar og vera samskiptaliður á milli sölu- og markaðsdeildar

• Þýða efni frá ensku yfir á íslensku

• Samstörf við íslenska áhrifavalda og önnur hæfileikabúnt

Starfið á við þig ef þessi orð lýsa þér vel

• Þú ert reiprennandi í íslensku og ensku

• Þú sinnir vel daglegum verkefnum á sama tíma og þú getur hugsað fram í tímann

• Þú ert vel skipulagður og getur stjórnað mörgum verkefnum samtímis

• Þú ert með sjálfstæð vinnubrögð

• Þú ert ábyrgðarfull/ur/t

• Þú hefur gagnrýnt auga fyrir smáatriðum

• Þú getur notað Canva/Photoshop

• Þú elskar að ferðast

• Þú ert vingjarnlegur, félagslyndur og myndir elska að vinna í ungu og alþjóðlegu umhverfi

Við bjóðum upp á

• Metnaðarfullan og samheldinn vinnustað sem er partur af ungu alþjóðlegu umhverfi

• Skrifstofu í Norðurturni, Kópavogi

• Ferðatengd fríðindi

• Lýðheilsutíma 2x í viku

• Sveigjanlegt vinnuumhverfi

Ráðningarferlið

Ef þú sérð þig sem hluta af okkar teymi, endilega sendu okkur ferilskrá og smá kynningarbréf um af hverju þú vilt sækja um ekki seinna en 11.janúar 2026. Athuga skal að allt skal vera á ensku þar sem það er opinbert tungumál fyrirtækisins. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar til okkar, ekki hika við að hafa samband við markaðsstjórann okkar hana Rannveigu Hafsteinsdóttur. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected].

Auglýsing birt18. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.Facebook Business ManagerPathCreated with Sketch.GooglePathCreated with Sketch.Google AdsPathCreated with Sketch.Google AnalyticsPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TikTokPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar