
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring.
Um sviðið
Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla.
Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu.
Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Borgarsögusafn óskar eftir að ráða verkefnastjóra markaðs- og kynningarmála. Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.
Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er 8:00 – 15:12 ásamt viðveru á öðrum tímum í takt við verkefni og viðburði safnanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með markaðs- og kynningarmálum Borgarsögusafns
- Umsjón með stafrænum miðlum
- Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla
- Áætlanagerð og framkvæmd markaðs- og birtingaráætlunar
- Gerð og miðlun kynningarefnis á öllum miðlum
- Samskipti við hönnuði og þróun vörumerkis
- Þátttaka í samstarfi við ýmsa aðila sem geta styrkt starf safnsins
- Þátttaka í ýmsum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu safnsins
- Innra markaðsstarf og stuðningur við önnur teymi í markaðs- og kynningarmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum, þ.m.t. stafrænni markaðssetningu
- Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á innsetningu efnis á vefsíður og samfélagsmiðla
- Þekking á opinberum rekstri er kostur
- Góð greiningarfærni og hæfni til að lesa úr gögnum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og sveigjanleiki
- Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Styttri vinnuvika
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt15. desember 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Aðalstræti 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GreiningarfærniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiTextagerðÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ert þú rafvirki með áhuga á tækni og þróun?
Orkusalan

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Sahara

Verkefnastjóri GMP vottunar og starfsemi á Landspítala
Landspítali

Data Centre Mechanical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Data Centre Electrical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Markaðsfulltrúi
Dýrheimar

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið

Stafrænn sölufulltrúi / vefstjóri (Digital Supply Specialist)
Würth á Íslandi ehf

Markaðsfulltrúi
Félagsstofnun stúdenta

Verkefnastjóri á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu
Íslandsstofa

FORSTÖÐUMAÐUR
Kötlusetur

Verkefna- og hönnunarstjórn
Íslenskar fasteignir ehf.