Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf sem sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum. Starfið felur í sér ábyrgð, yfirsýn og umsjón með kynningar-, leiðbeiningar- og vefmálum Samkeppniseftirlitsins ásamt því að taka þátt í innleiðingu stafrænna lausna og ýmissa þróunarverkefna. Þá felur starfið einnig í sér náið samstarf við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun stefnu varðandi miðlunar-, fræðslu- og kynningarefni Samkeppniseftirlitsins
  • Efnishönnun, textagerð og myndvinnsla
  • Umsjón með vef- og samfélagsmiðlum Samkeppniseftirlitsins
  • Skipulag og framkvæmd viðburða
  • Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna, þróunar- og umbótaverkefna
  • Þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna
  • Aðstoð við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins í fjölbreyttum verkefnum
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Reynsla og þekking á kynningarmálum og miðlun
  • Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum
  • Reynsla af almannatengslum kostur
  • Nákvæmni, skipulagshæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
Auglýsing birt4. desember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar