Íslandsstofa
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Verkefnastjóri á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu

Íslandsstofa leitar að drífandi og skipulögðum verkefnastjóra til að ganga til liðs við markaðssamskiptasvið. Starfið felur í sér verkefnastýringu markaðsverkefna á alþjóðlegum vettvangi og þátttöku í þróun og framkvæmd stafrænnar miðlunar og samfélagsmiðla Íslandsstofu.

Viðkomandi mun vinna þvert á teymi og koma að mótun og framsetningu kynningarefnis, þróun efnisstefnu og útfærslu markaðsaðgerða á stafrænum miðlum og í tengslum við viðburði og sýningar. Starfið krefst frumkvæðis, fagmennsku og hæfni til að fylgja verkefnum eftir frá hugmynd að framkvæmd

Helstu verkefni og ábyrgð

Stýring og eftirfylgni markaðsverkefna í samstarfi við starfsfólk Íslandsstofu og ytri samstarfsaðila.

Þátttaka í þróun stafrænnar miðlunar og samfélagsmiðla Íslandsstofu.

Framleiðsla og samhæfing kynningarefnis fyrir eigin miðla og viðburði.

Skipulagning verkefna, áætlanagerð og mat á árangri.

Samstarf við auglýsingastofur, framleiðendur og birgja.

Þátttaka í stefnumótun og samhæfingu markaðsaðgerða innan sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í markaðsfræði, samskiptum, hönnun, fjölmiðlum eða tengdum greinum.

Reynsla af verkefnastjórnun og þátttöku í markaðsverkefnum.

Þekking á stafrænum miðlum, samfélagsmiðlum og miðlun efnis.

Hæfni í greiningum og árangursmati markaðsaðgerða.

Hæfni í efnisgerð og framsetningu á kynningarefni fyrir ólíka miðla.

Þekking á grafískri hönnun, markmiðlun og/eða myndvinnslu er kostur.

Frumkvæði, skipulagshæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.

Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.

Auglýsing birt3. desember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinu
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar