
Óskum eftir starfsmanni í 50% stöðu.
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Frístundasafnið leita að einstaklingi til starfa fyrir Sjálfsbjörg og að verkefnum Frístundasafnsins. Einstaklingurinn þarf að hafa gott frumkvæði, hafa áhuga á málefnum hreyfihamlaðra, góða almenna tölvuþekkingu og kunnáttu á samfélagsmiðlum.
Frístundasafnið er rekið í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra. Frístundasafninu er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og skapa þeim sem búa við skerta hreyfigetu tækifæri til þess að leggja stund á útivist og hreyfingu til jafns við aðra. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af nýjum og notuðum búnaði fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna vetraríþróttabúnað, hjólabúnað, Exoquad rafmagnshjól o.fl.
- Umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum og auglýsingum Frístundasafnsins
- Umsjón með tækjabúnaði, skrásetningu og útleigu búnaðar Frístundasafnsins
- Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum Sjálfsbjargar lsh
- Tilfallandi verkefni til aðstoðar framkvæmdastjóra og formanns Sjálfsbjargar lsh.
o T.d. aðstoð við úttektir, umsýslu, happdrætti, fundi o.fl.
- Góð almenn menntun og tölvukunnátta
- Góð þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
- Góð íslenskukunnátta
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi
- Kostur en ekki skilyrði að hafa reynslu af félagsmálum
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð
- Umsækjandi verður að vera 20 ára eða eldri
Íslenska
Enska










