Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunardeild

Viltu taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar?

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á HSS eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Framundan er víðtæk uppbygging á stofnuninni, endurskoðun á þjónustuferlum sem og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum hjúkrunarfræðingum til starfa. Um er að ræða 60% til 100% störf eftir samkomulagi, í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar vinna á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.

Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi 
  • Faglegur metnaður og vandvirkni
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hlýtt og jákvætt viðmót
  • Starfsreynsla er kostur
  • Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar