Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Deildarstjóri móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu deildarstjóra móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Mikil uppbygging er á HSS, endurskoðun á þjónustuferlum og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á deild móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann ber faglega-, fjárhagslega- og mannauðsábyrgð á deildinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfar í samræmi við ábyrgðarsvið stjórnenda á HSS 
  • Ber faglega ábyrgð á þjónustu, skipulagi og þróun deildar
  • Ber ábyrgð á mannauðsmálum deildar 
  • Stuðlar að öflugri samvinnu innan og utan deildarinnar
  • Ber ábyrgð á að rekstrarkostnaði deildarinnar sé innan heimilda 
  • Sinnir fræðslu til nemenda og samstarfsfólks
  • Skipuleggur og tekur þátt í þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af stjórnun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af skipulagningu vaktavinnu og tímaskráningarkerfi er kostur
  • Reynsla og þekking af gæðastarfi er kostur 
  • Þekking á mannauðsmálum er kostur 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
  • Góð íslensku-  og enskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar