Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar / læknanemar - Droplaugarstaðir

Við leitum eftir hjúkrunar og læknanemum til afleysinga á hjúkrunarvaktir.

Droplaugarstaðir er Eden vottað hjúkrunarheimili með áherslu á heimilislegt umhverfi og sjálfsákvörðunarrétt íbúa.

Droplaugarstaðir er með virkt gæðakerfi og fékk ISO vottun árið 2020 fyrst hjúkrunarheimila á Íslandi. Í stefnu heimilisins eru öryggi, virkni og vellíðan íbúa, starfsfólks og fjölskyldna í öndvegi.

Við leggjum áherslu á metnað í starfi, fagleg vinnubrögð og samvinnu íbúa og starfsfólks.

Íbúar eru 83 á 4 deildum, allir búa í sérbýli með baðherbergi. Þar af er ein deild sérhæfð MND deild með rými fyrir 3 einstaklinga.

Við erum staðsett við Snorrabraut, í hjarta Reykjavíkur og stutt í almenningssamgöngur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn hjúkrunarstörf og verkstjórn.
  • Veita íbúum persónulega aðstoð og stuðning við athafnir daglegs lífs.
  • Stuðla að hjálp til sjálfshjálpar með félagslegum stuðningi og hvatningu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hafa lokið amk. 2 árum í námi í hjúkrunarfræði eða 3 árum í námi í læknisfræði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Jákvætt viðmót.
  • Stundvísi.
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði.
  • Hreint sakavottorð skv. reglum Reykjavíkurborgar.

Hlunnindi:

  • Stytting vinnuvikunnar - 36 klst. vinnuvika.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar - 36 klst. vinnuvika.
  • Sundkort og Menningarkort skv. reglum Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Snorrabraut 58, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar