Sérnámsstöður í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til tveggja ára í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Sérnámið er veitt í samvinnu við Royal College of Anaesthetists í Bretlandi og er marklýsing og framgangsmat unnið samkvæmt þeirra forskrift í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er á bilinu júní til ágúst 2026, en gert er ráð fyrir að upphaf ráðningar hjá þeim umsækjendum sem eru að klára sérnámsgrunn á Landspítala verði beint í kjölfarið af honum. Ef semja á um orlof þar á milli er það gert í samkomulagi við kennslustjóra sérgreinarinnar. Fimmtudaginn 17. september er móttökudagur sérnáms.
Sjá .
Sjá almennt um sérnám í læknisfræði, og .
Menntunar- og hæfniskröfur
Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi, sem samþykkt hefur verið af kennsluráði sérnámsgrunns, við upphaf starfs
Íslenskt lækningaleyfi
Áhugi á að starfa við viðkomandi sérgrein
Að lágmarki B2 tungumálafærni í íslensku, nema um annað hafi verið samið sérstaklega
Fyrri starfsreynsla, reynsla af vísinda-, umbóta- og gæðastörfum æskileg
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna og nám á skurðstofum, gjörgæslu og útstöðvum ásamt vaktþjónustu undir handleiðslu sérfræðilækna
Þátttaka í ráðgjafaþjónustu/ innskrift undir handleiðslu sérfræðilækna
Kennsla lækna í sérnámsgrunni, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsfólks
Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
Sérnámslæknir ber sjálfur ábyrgð á fullri þátttöku í öllum þáttum sérnáms og skrásetningu þess í samræmi við marklýsingu og skráningarkerfi
Framgangur milli námsára er ákvarðaður með árlegu framvindumati og er launasetning í samræmi við staðfesta framvindu
Þátttaka í fræðslu og hermikennslu