Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.
Ert þú ferlasérfræðingur?
Ertu ferla ninja? Langar þig að hámarka skilvirkni og hagræða með því að greina, bæta og sjálfvirknivæða viðskiptaferla? Svið stafrænnar og stefnumiðaðrar umbreytingar leitar að ferlasérfræðing til þess að taka þátt vegferðinni að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga hjá Orkuveitunni. Þú munt nýta greiningar til að finna ferla þar sem aukin sjálfvirknivæðing skilar mestum ávinningi og leggur þannig þitt af mörkum til stöðugrar framþróunar Orkuveitunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greina núverandi ferla innan fyrirtækisins til að bera kennsl á lykiltækifæri til hagkvæmrar sjálfvirknivæðingar og bestunar
- Kortleggja, mæla og meta núverandi ferla með það markmið að einfalda og bæta
- Skilgreina og skjalfesta kröfur fyrir tæknilega útfærslu
- Þróa lausnir til besta ferla sem ná hámarks árangri
- Vinna náið með öðrum teymum til að tryggja örugga og markvissa innleiðingu
- Þjálfa og leiðbeina starfsfólki um nýja ferla til að tryggja notkun og árangur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði og lausnarmiðuð hugsun með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
- Skipulagshæfni og útsjónarsemi
- Hæfni og reynsla af greiningu viðskiptaferla og sjálfvirknivæðingu, þar með talið þekking á róbótaferlavæðingu (RPA) og low-code/ no-code umhverfum eins og Power Automate, UiPath, eða sambærilegum verkfærum
- Færni í forritunarmálum og gagnavinnslu, í SQL, Python eða sambærilegum er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi
Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GagnagreiningHönnun ferlaInnleiðing ferlaPythonSjálfvirkar prófanirSQLVerkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Samgöngusérfræðingur í tímabundið starf
Strætó bs.
Verkefnastjóri á Suðurlandi
JT Verk
Vélaverk, Véltækni eða Véliðnfræðingur.
Stálvík ehf
Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Ert þú framtíðar CRM / Microsoft Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Data Engineer
APRÓ
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Sérfræðingur stafrænna verkefna
Fastus
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Framendaforritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur