Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.
Lögfræðingur
Við leitum að úrræðagóðum lögfræðingi til að ganga til liðs við innkaupateymi Orkuveitunnar. Við horfum til drífandi manneskju sem býr yfir ríkum umbótavilja, er með brennandi áhuga á útboðum, samningagerð og leitast við að vera í fararbroddi í ráðgjöf og þjónustu við samstarfsaðila og innri viðskiptavini.
Helstu viðfangsefni
Sérfræðingur í útboðum og samningagerð vinnur í innkaupteymi Orkuveitunnar sem sér um útboð, samningagerð og innkaup fyrir öll fyrirtæki Orkuveitusamstæðunnar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Framkvæmd og úrvinnsla útboða
- Yfirlestur og aðstoð við gerð útboðsgagna
- Gerð og rekstur innkaupa- og verksamninga
- Þjónusta og ráðgjöf við innri viðskiptavini á sviði innkaupamála
Færni og eiginleikar
- Rík þjónustulund og samskiptafærni
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Reynsla af samningagerð
- Gott vald á íslensku og ensku
- Háskólamenntun á sviði lögfræði
Ef þú ert drífandi einstaklingur með metnað til að vera í fararbroddi í ráðgjöf og þjónustu á sviði innkaupa, þá hvetjum við þig til að sækja um!
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (8)
Ert þú öflugur leiðtogi?
Seðlabanki Íslands
Lögfræðingur á sviði persónuverndar
BBA//FJELDCO
Vöruflokkastjóri - miðlæg innkaup
Icelandair
Öflugur innkaupafulltrúi óskast hjá Rubix á Reyðarfirði!
Rubix Ísland ehf
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Fjármál, rekstur og eftirlit
Alfa Framtak
Fjárfestatengill
First Water
Launafulltrúi
Hagstofa Íslands