Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Lögfræðingur

Við leitum að úrræðagóðum lögfræðingi til að ganga til liðs við innkaupateymi Orkuveitunnar. Við horfum til drífandi manneskju sem býr yfir ríkum umbótavilja, er með brennandi áhuga á útboðum, samningagerð og leitast við að vera í fararbroddi í ráðgjöf og þjónustu við samstarfsaðila og innri viðskiptavini.

Helstu viðfangsefni

Sérfræðingur í útboðum og samningagerð vinnur í innkaupteymi Orkuveitunnar sem sér um útboð, samningagerð og innkaup fyrir öll fyrirtæki Orkuveitusamstæðunnar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Framkvæmd og úrvinnsla útboða
  • Yfirlestur og aðstoð við gerð útboðsgagna
  • Gerð og rekstur innkaupa- og verksamninga
  • Þjónusta og ráðgjöf við innri viðskiptavini á sviði innkaupamála

Færni og eiginleikar

  • Rík þjónustulund og samskiptafærni
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Reynsla af samningagerð
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Háskólamenntun á sviði lögfræði

Ef þú ert drífandi einstaklingur með metnað til að vera í fararbroddi í ráðgjöf og þjónustu á sviði innkaupa, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar