Þjónustuliði - þrif
Hefur þú gott auga fyrir þrifum?
Við leitum að jákvæðu, nákvæmu, ábyrgu og þjónustulunduðu fólki til að bætast við góðan hóp sem sér um þrif á fasteignum Orkuveitunnar. Þú þarft að búa yfir drifkrafti og áhuga á að halda vinnustaðnum okkar hreinum með okkur. Einnig eru sveigjanleiki og þjónustulund mikilvægir þættir í starfinu og reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
Hæfniskröfur:
- Næmt auga fyrir þrifum
- Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum
- Ökuréttindi
Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.
Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)
Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.
Um er að ræða fullt starf, vinnutími er frá 7:00/8:00 og unnið er 7.7 klst mán-fös.
Við val á nýju starfsfólki er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.
Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2025.
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningarvef okkar, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um starfið í gegnum netfangið johanna.ingvarsdottir@orkuveitan.is
-
A keen eye for cleanliness
-
Ability to work independently with good interpersonal skills
-
Valid driver´s licence