
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Deildarstjóri á fjármála- og greiningarsviði
Fjarðabyggð auglýsir eftir metnaðarfullum deildarstjóra á fjármála- og greiningarsvið
Fjarðabyggð leitar að öflugum og faglegum deildarstjóra á fjármála- og greiningarsvið til að leiða reikningshald og vinnslu fjárhagsupplýsinga sveitarfélagsins. Deildarstjóri starfar undir stjórn fjármálastjóra og gegnir lykilhlutverki í reikningshaldi, uppgjörum og greiningu rekstrar Fjarðabyggðar og tengdra stofnana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra og bera ábyrgð á reikningshaldi sveitarfélagsins, stofnana og undirfyrirtækja
- Umsjón með afstemmingum, uppgjörum og framsetningu fjárhagsupplýsinga
- Undirbúningur og gerð ársreikninga í samstarfi við fjármálastjóra, bæjarstjóra og endurskoðendur
- Verkstjórn, handleiðsla og ráðgjöf til starfsmanna fjármála- og greiningarsviðs og forstöðumanna stofnana
- Greining og framsetning fjárhagslegra upplýsinga fyrir stjórnendur
- Þátttaka í fjárhagsáætlunargerð og umbótaverkefnum er varða rekstur sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af fjárhagsbókhaldi og reikningsskilum
- Reynsla af greiningu tölulegra upplýsinga
- Þekking á Dynamics 365 Business Central eða sambærilegu kerfi er kostur
- Mjög góð Excel-kunnátta og almenn tölvukunnátta
- Sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni og hæfni til teymisvinnu
- Leiðtogahæfni og áhugi á umbótum og þróun
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Starfsfólk í stuðning við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Aðstoðarmatráður í Skólamötuneyti Fáskrúðafjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarmaður safna Menningarstofu Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf.
Enor ehf

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Deildarstjóri á rekstrarsviði
Distica

Sérfræðistarf á þjónustusviði, Akureyri
Skatturinn

Sumarstörf hjá Advania
Advania

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Sérfræðingur á fjármálasviði
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
Seðlabanki Íslands

Sumarstörf 2026 - Orkuveitan
Orkuveitan