

Bókari - Flügger Iceland
Hefur þú brennandi áhuga á öllum þeim ferlum sem tengjast því að tryggja trausta, nákvæma og tímanlega bókhaldsvinnslu?
Við erum að leita að nákvæmum aðila sem finnur ánægju í því að móta, innleiða og vinna samkvæmt skilvirkum og skipulögðum ferlum, með virkri nýtingu upplýsingatækni.
Ert þú tilbúin(n) að færa sérþekkingu þína inn í litríkann heim málningar og hafa raunveruleg áhrif? Ef svo er, bjóðum við þér spennandi tækifæri til að ganga til liðs við teymið á skrifstofu okkar í Reykjavík.
Í þessu hlutverki berð þú heildarábyrgð á því að tryggja nákvæma og tímanlega skráningu og skýrslugjöf varðandi Flügger Iceland ehf. Starfsstöð þín verður á Íslandi, en þú munt vinna með samstarfsfólki á skrifstofu í Reykjavík, verslunum Flügger á Íslandi og þvert á landamæri með kollegum okkar í Danmörku.
Hjá Flügger eru verkefnin fjölbreytt og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast hjá okkur. Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um starfið, óháð kyni eða bakgrunni.
- Umsjón með viðskiptamannabókhaldi
- Umsjón með móttöku og eftirfylgni reikninga frá birgjum
- Vikulegar greiðslur
- Fjárhagsbókanir
- Afstemming bankareikninga
- Afstemming og skil virðisaukaskatts til íslenskra skattyfirvalda
- Tollskýrslugerð
- Eftirfylgni daglegs kassauppgjörs
- Leiða stöðlun, aukna skilvirkni og umbætur í reikningshaldstengdum ferlum, þar á meðal rafræna móttöku reikninga (EDI)
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af störfum sem bókari og/eða endurskoðandi æskileg
- Góð kunnátta í Excel (MS Office)
- Reynsla af Microsoft Dynamics AX eða sambærilegu ERP-kerfi æskileg
- Sterk samskipta- og skipulagshæfni
- Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni til að starfa í teymi
Íslenska
Enska










