Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða áhugasaman sérfræðing til þess að taka þátt í greiningu og eftirliti með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits.

Um er að ræða fjölbreytt og lærdómsríkt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að læra, þróast í starfi og vinna náið með reyndu teymi sérfræðinga.

Svið varúðareftirlits hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði. Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greiningar og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga
  • Mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja vegna markaðs- og vaxtaáhættu
  • Greining og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu lífeyrissjóða og vátryggingafélaga, þ.m.t. framfylgni við skynsemisregluna / varfærnisregluna.
  • Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Viðeigandi þekking og reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur
  • Þekking á R og SQL kostur
  • Þekking á Power BI kostur
  • Rík greiningarhæfni og hæfni til að vinna úr gögnum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu
  • Frumkvæði, heiðarleiki, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar