

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða áhugasaman sérfræðing til þess að taka þátt í greiningu og eftirliti með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits.
Um er að ræða fjölbreytt og lærdómsríkt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að læra, þróast í starfi og vinna náið með reyndu teymi sérfræðinga.
Svið varúðareftirlits hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði. Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.
- Greiningar og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga
- Mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja vegna markaðs- og vaxtaáhættu
- Greining og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu lífeyrissjóða og vátryggingafélaga, þ.m.t. framfylgni við skynsemisregluna / varfærnisregluna.
- Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga
- Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Viðeigandi þekking og reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur
- Þekking á R og SQL kostur
- Þekking á Power BI kostur
- Rík greiningarhæfni og hæfni til að vinna úr gögnum
- Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu
- Frumkvæði, heiðarleiki, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi
- Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku
Íslenska
Enska










