
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem byggir upp trausta fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Hjá sjóðnum starfar 56 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun.

Sérfræðingur á fjármálasviði
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á miðvinnslu til þess að starfa á fjarmálasviði fyrirtækisins.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á fjármálum, bankasamskiptum, miðvinnslu og á gott með að tileinka sér nýjungar og umbótahugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg skráning og frágangur verðbréfaviðskipta.
- Samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila sjóðsins.
- Utanumhald eignasafna í samstarfi við eignastýringu.
- Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
- Þátttaka ýmissa umbótaverkefna.
- Staðgengill fjármálastjóra.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Haldgóð starfsreynsla af miðvinnslu á fjármálamarkaði.
- Reynsla af reikningshaldi og skýrslugerð.
- Við leitum að tæknilega sterkum einstaklingi.
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð.
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
- Talnagleggni, nákvæmni, sjálfstæði og öguð vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
Seðlabanki Íslands

Sumarstörf 2026 - Orkuveitan
Orkuveitan

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf.
Enor ehf

Verkefnastjóri reikningshalds og fjármálagreininga
Háskólinn á Akureyri

Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Arion banki

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland