Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Sérfræðingur á fjármálasviði

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á miðvinnslu til þess að starfa á fjarmálasviði fyrirtækisins.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á fjármálum, bankasamskiptum, miðvinnslu og á gott með að tileinka sér nýjungar og umbótahugsun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg skráning og frágangur verðbréfaviðskipta.
  • Samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila sjóðsins.
  • Utanumhald eignasafna í samstarfi við eignastýringu.
  • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
  • Þátttaka ýmissa umbótaverkefna.
  • Staðgengill fjármálastjóra.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Haldgóð starfsreynsla af miðvinnslu á fjármálamarkaði.
  • Reynsla af reikningshaldi og skýrslugerð.
  • Við leitum að tæknilega sterkum einstaklingi.
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Talnagleggni, nákvæmni, sjálfstæði og öguð vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar