

Sumarstörf hjá Advania
Viltu taka fyrstu skrefin í frábæru teymi þar sem fólk, fagmennska og forvitni um tækni eru í forgrunni?
Við leitum að lausnamiðuðum, jákvæðum og tæknisinnuðum einstaklingum í sumarstörf 2026. Hjá okkur vinnur þú með reynslumiklu fólki að fjölbreyttum verkefnum sem bæta líf fólks með snjallri tækni – allt frá hugbúnaði og innviðum til öryggis, gervigreindar og notendaupplifunar.
Af hverju Advania?
- Fólksmiðað og sveigjanlegt vinnuumhverfi – traust, samvinna og rými til að vaxa.
- Vöxtur og fræðsla – námskeið, vottanir og tækifæri til að prófa ný hlutverk.
- Heilsa og vellíðan – Lifekeys, frábær aðstaða til hreyfingar og heildræn heilsuefling.
- Frábær aðstaða – nýuppfærð vinnurými, fókus-básar, mötuneyti (kjöt/vegan) og kaffihús.
- Jafnrétti og sjálfbærni – markviss vinna og ábyrg nálgun í ferlum og ákvarðanatöku.
Hvað munt þú gera?
Á hverju sumri ráðum við sumarstarfsmenn í fjölbreytt verkefni víðs vegar um fyrirtækið. Flest störfin eru í hugbúnaðarþróun, en einnig geta komið til verkefni í þjónustu, á verkstæði, í almennum skrifstofustörfum eða í mötuneytinu okkar – einu því flottasta á landinu.
Fyrir störf í hugbúnaðarþróun leitum við að nemum í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum verkfræðigreinum. Umsækjendur um þessi störf eru beðnir um að láta einkunnayfirlit og ferilskrá fylgja umsókninni.
Fyrir önnur störf innan fyrirtækisins getur ýmis bakgrunnur komið að góðum notum, t.d. viðskiptafræði, sálfræði, rafvirkjun, kerfisfræði, mannauðsmál, verkefnastjórnun og fleiri skyld fög.
Góð frammistaða í sumarstarfi getur oft leitt til hlutastarfs með námi og jafnvel fastrar ráðningar að námi loknu.
Hverjir henta í starfið?
Við horfum ekki eingöngu á eina námsleið – heldur á forvitni, drifkraft og tækniáhuga
Bakgrunnur getur verið tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, kerfisstjórnun, verkfræði, viðskiptafræði, markaðsfræði, mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun og fleira.
Hæfniskröfur
- Nám á háskólastigi (lokaár eða nýlokið).
- Forvitni, frumkvæði og skipulag.
- Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi.
- Tæknileg grunnkunnátta eftir áherslusviði.
Við bjóðum
- Handleiðslu frá reyndum sérfræðingum og reglulega endurgjöf.
- Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag eftir eðli verkefna.
- Sterkt félagslíf og frábæra aðstöðu.
Íslenska
Enska










