LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sérfræðingur á fjármálasviði

LSR leitar að sérfræðingi til starfa á fjármálasviði sjóðsins með áherslu á uppgjör viðskipta og greiningu á verðbréfasafni sjóðsins. Um er að ræða fjölbreytt starf í miðvinnslu sem felur í sér mikil samskipti bæði innan sjóðsins og við ytri aðila.

Við leitum að talnaglöggum einstaklingi með góða greiningarhæfni, metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við leggjum áherslu á góða samvinnu, jákvætt viðhorf og að starfsfólk hafi tækifæri til að taka þátt í og stuðla að umbótum í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppgjör og frágangur verðbréfaviðskipta  
  • Samskipti við innlenda og erlenda stýringaraðila
  • Greining, afstemming og eftirlit með verðbréfaeign og fjárfestingargjöldum
  • Skýrslugerð, m.a. reglubundnar skýrslur til opinberra eftirlitsaðila
  • Gengisútreikningur á verðbréfasöfnum
  • Ýmis önnur verkefni tengd miðvinnslu verðbréfaviðskipta
  • Þátttaka í umbóta- og framþróunarverkefnum  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Próf í verðbréfaréttindum er kostur
  • Reynsla af fjármálamörkuðum er æskileg
  • Reynsla af tölulegum greiningum og framsetningu gagna
  • Mjög góð tölvufærni og þekking á Excel
  • Talnagleggni, greiningarhæfni, nákvæmni og vandvirkni í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í orði og riti 
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur5. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar