
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Hjá sjóðnum starfa um hátt í 60 manns með fjölbreyttan bakgrunn sem nýta þekkingu sína og hæfileika til að sinna áskorunum í síbreytilegu starfsumhverfi.
Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að ávaxta eignir sjóðfélaga með traustum hætti til næstu áratuga. LSR starfar í samræmi við vottað jafnlaunakerfi og jafnréttisáætlun sjóðsins.

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR leitar að sérfræðingi til starfa á fjármálasviði sjóðsins með áherslu á uppgjör viðskipta og greiningu á verðbréfasafni sjóðsins. Um er að ræða fjölbreytt starf í miðvinnslu sem felur í sér mikil samskipti bæði innan sjóðsins og við ytri aðila.
Við leitum að talnaglöggum einstaklingi með góða greiningarhæfni, metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við leggjum áherslu á góða samvinnu, jákvætt viðhorf og að starfsfólk hafi tækifæri til að taka þátt í og stuðla að umbótum í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppgjör og frágangur verðbréfaviðskipta
- Samskipti við innlenda og erlenda stýringaraðila
- Greining, afstemming og eftirlit með verðbréfaeign og fjárfestingargjöldum
- Skýrslugerð, m.a. reglubundnar skýrslur til opinberra eftirlitsaðila
- Gengisútreikningur á verðbréfasöfnum
- Ýmis önnur verkefni tengd miðvinnslu verðbréfaviðskipta
- Þátttaka í umbóta- og framþróunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Próf í verðbréfaréttindum er kostur
- Reynsla af fjármálamörkuðum er æskileg
- Reynsla af tölulegum greiningum og framsetningu gagna
- Mjög góð tölvufærni og þekking á Excel
- Talnagleggni, greiningarhæfni, nákvæmni og vandvirkni í vinnubrögðum
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í orði og riti
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur5. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Sérfræðingur á fjármálasviði
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
Seðlabanki Íslands

Sumarstörf 2026 - Orkuveitan
Orkuveitan

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf.
Enor ehf

Verkefnastjóri reikningshalds og fjármálagreininga
Háskólinn á Akureyri

Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Arion banki

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Bókari
Landsnet hf.