Distica
Distica
Distica

Deildarstjóri á rekstrarsviði

Distica óskar eftir jákvæðum, öflugum og skipulögðum leiðtoga í vöruhús félagsins. Viðkomandi heyrir beint undir sviðsstjóra rekstrarsviðs og tilheyrir öflugum stjórnendahópi Distica. Við leitum að einstaklingi sem hefur framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, getur haldið vel utanum hópinn og hefur einlægan áhuga á því að efla starfsfólk sitt í daglegu starfi.
Framundan er spennandi vegferð í sjálvirknivæðingu vöruhúsa. Ef þú brennur fyrir að takast á við ný verkefni, leita nýrra leiða og besta ferla þá hvetjum við þig til að leggja inn umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á stjórn deildar.
  • Ber ábyrgð á að starf deildar sé í samræmi við gæðaferla fyrirtækisins.
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum.
  • Verkefnastýring og bestun á flæði.
  • Þátttaka í umbreytingum og umbótastarfi sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af vöruhúsarekstri
  • Reynsla af stjórnun og verkefnastýringu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggingu á teymi.
  • Lausnamiðuð hugsun, jákvæðni og lipurð í samskiptum.
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð tölvuþekking, reynsla af vöruhúsakerfum er kostur.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Sálfræðistyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Mötuneyti og niðurgreiðsla á fæði
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar