
Distica
Distica er þjónustu- og dreifingarfyrirtæki á sviði heilbrigðis- og neytendavara. Við erum bakhjarl íslenska heilbrigðiskerfisins, en félagið tryggir að lyf, lækningavörur og aðrar nauðsynjar komist örugglega, hratt og af fagmennsku þangað sem þeirra er þörf.
Það er hlutverk sem við tökum alvarlega — og erum stolt af.

Deildarstjóri á rekstrarsviði
Distica óskar eftir jákvæðum, öflugum og skipulögðum leiðtoga í vöruhús félagsins. Viðkomandi heyrir beint undir sviðsstjóra rekstrarsviðs og tilheyrir öflugum stjórnendahópi Distica. Við leitum að einstaklingi sem hefur framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, getur haldið vel utanum hópinn og hefur einlægan áhuga á því að efla starfsfólk sitt í daglegu starfi.
Framundan er spennandi vegferð í sjálvirknivæðingu vöruhúsa. Ef þú brennur fyrir að takast á við ný verkefni, leita nýrra leiða og besta ferla þá hvetjum við þig til að leggja inn umsókn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á stjórn deildar.
- Ber ábyrgð á að starf deildar sé í samræmi við gæðaferla fyrirtækisins.
- Ber ábyrgð á starfsmannamálum.
- Verkefnastýring og bestun á flæði.
- Þátttaka í umbreytingum og umbótastarfi sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vöruhúsarekstri
- Reynsla af stjórnun og verkefnastýringu.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggingu á teymi.
- Lausnamiðuð hugsun, jákvæðni og lipurð í samskiptum.
- Menntun sem nýtist í starfi
- Mjög góð tölvuþekking, reynsla af vöruhúsakerfum er kostur.
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Sálfræðistyrkur
- Samgöngustyrkur
- Mötuneyti og niðurgreiðsla á fæði
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar


