Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðistarf á þjónustusviði, Akureyri

Skatturinn leitar eftir háskólamenntuðum einstaklingi, með brennandi áhuga á að veita úrvals þjónustu, til þess að ganga til liðs við framsækið starfsfólk á starfsstöð Skattsins á Akureyri. Á starfsstöðinni starfar nú á fjórða tug starfsfólks sem vinnur eftir gildum Skattsins, sem eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða sem tengjast þjónustu við viðskiptavini og varða m.a. upplýsingagjöf um skatta-, innheimtu- og tollamál, úrvinnslu ýmissa gagna og afgreiðslu erinda sem tengjast verkefnum Skattsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (að lágmarki bakkalár gráða)
  • Fáguð framkoma og góð samskiptafærni, ásamt ríkri þjónustulund
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þekking á almennri skattframkvæmd er kostur
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, frumkvæði og metnaður
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarstræti 95, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar