Akademias
Akademias
Akademias

Mátturinn í næringunni

Hvernig getum við tekið lítil skref í átt að bættum lífsstíl, hver er mátturinn í matnum og hver er ávinningurinn af því að lifa heilsusamlegra lífi?

Markmið  námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • kynni sér hvað heilbrigður lífsstíll er og af hverju við ættum að fjárfesta í heilsunni
  • þekki mátt matarins í bættri heilsueflingu og mikilvægi þess að temja sér góðar venjur
  • geti fundið leiðir að sykurminni lífsstíl, þekki hvaða áhrif koffín getur haft á svefn og skilji hvað fæðubótarefni eru og hvort við þurfum á þeim að halda

Hvernig getum við valið betur þegar kemur að matarinnkaupum?


Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja lifa heilsusamlegra lífi og vilja fá fræðslu og stuðning til að geta það.



Námskaflar og tími:
  • Kynning - 1 mínúta
  • Fjárfestum í heilsunni - 4 mínútur
  • Ofneyslusamfélag - 9 mínútur
  • Temjum okkur góðar venjur - 7 mínútur
  • Sykurinn - 5 mínútur
  • Koffín og svefn - 3 mínútur
  • Matarinnkaupin - 3 mínútur
  • Bætiefni - 2 mínútur
  • Algengar mýtur - 6 mínútur
  • Gerðu þetta fyrir þig - 3 mínútur
Heildarlengd:
43 mínútur

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska

Leiðbeinandi:

Elísa Viðarsdóttir

Elísa Viðarsdóttir hefur mikla menntun og reynslu á sviði næringar. Hún er með BSc gráðu í næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði, auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021. Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum í knattspyrnu fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals. Elísa hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir hina ýmsu einstaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Hún brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringunni með heilbrigðum hætti.
Rodzaj
Nauka zdalna
Cena
24 000 kr.
Podziel się
Wyślij do Messengera
Podziel się z innymi
Skopiuj link
Kategorie