

Krefjandi starfsmannaviðtöl
Fátt er mikilvægara fyrir vinnustaði en að þar sé góður starfsandi og gagnleg samskipti. Það er eðlilegur hluti af starfsemi fyrirtækja og stofnana að eiga í samskiptum við starfsfólk og þegar upp koma vandamál þurfa stjórnendur að stíga inn. Rannsóknir sýna að talsverður hluti stjórnenda telur krefjandi starfsmannaviðtöl erfiðasta hluta vinnu sinnar. Oft vonar fólk að vandamálin hverfi með tímanum og forðast að takast á við samtöl sem nauðsynlegt er að taka. Hætt er við því að það valdi enn meiri vanda og hafi afar slæm áhrif á starfsanda. Að sama skapi geta illa undirbúin samtöl leitt til þess að vandinn aukist.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- þekki einfalda og hagnýta þætti til að ná góðum árangri í krefjandi starfsmannasamtölum
skilji mikilvægi þess að taka nauðsynleg starfsmannasamtöl, góð eða miður góð til að starfsandi sé viðeigandi og ekki komi til frekari vandamála
geti undirbúið sig á viðeigandi hátt fyrir krefjandi viðtal og fær til þess ráð
geti tekið viðtalið og hvernig ber að huga að eftirfylgni þar á eftir
Fyrir hverja?
Á þessu námskeiði er fjallað um einfalda og hagnýta þætti þegar kemur að því að ná góðum árangri í krefjandi starfsmannaviðtölum. Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur sem vilja ná því besta fram í starfsfólkinu sínu og auka líkur á farsælli lausn krefjandi samskipta.
Námskaflar og tími:
- Inngangur - 2 mínútur
- Af hverju er þetta mikilvægt - 7 mínútur
- Undirbúningur fyrir krefjandi viðtal - 14 mínútur
- Viðtal tekið - 10 mínútur
- Eftirfylgni og samantekt - 3 mínútur
36 mínútur
Textun í boði:
Enska og íslenska
Leiðbeinandi:
Valdimar Þór Svavarsson
Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu. Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni. Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is