

Breytingaskeiðið
Það liggur fyrir öllum konum að fara á breytingaskeiðið á einhverjum tímapunkti æviskeiðsins. Á þessu námskeiði fer Hanna Lilja læknir yfir það hvað er að gerast í líkama kvenna frá kynþroskaskeiði yfir á frjósemisskeið og svo hvernig breytingaskeið kvenna getur verið einstaklingsbundið og margþætt. Mikilvægt er að gera konur meðvitaðar um eigin líkama á öllum stigum svo hægt sé að grípa inn í og aðstoða konu sem finnur fyrir einhverjum breytingum á líðan sinni. Einfaldir hlutir hjá konu geta virst ansi flóknir þegar á breytingaskeið er komið og mikilvægt að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í líkamanum. Því fyrr því betra er að grípa inn í.
Markmið námskeiðsins er m.a. að
fræða og upplýsa um helstu hormón líkamans og hlutverk þeirra
gefa upplýsingar um breytingaskeiðið hjá konum og hvernig það hefur mismunandi áhrif á konur andlega og líkamlega
fá innsýn í þau úrræði sem eru í boði fyrir konur og hvernig hægt er að grípa þær fljótt með einstaklings- og heildræna nálgun í huga
Fyrir hverja?
Allar konur og aðstandendur þeirra sem vilja fræðast um mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu þegar kona nálgast breytingaskeiðið, hvað er að gerast í líkamanum og hvaða úrræði eru í boði.
Námskaflar og tími:
- Breytingaskeiðið - 18 mínútur
18 mínútur
Textun í boði:
Enska og íslenska
Leiðbeinandi:
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og stofnandi GynaMedica, sem er heilsumiðstöð fyrir konur , fer hér yfir þau atriði sem gott er að hafa í huga fyrir konur sem nálgast breytingaskeiðið eða eru komnar þangað. Það er mikilvægt að vera með konum í liði á þessum tímum þar sem engin kona upplifir breytingaskeiðið á sama hátt.