

Árangursrík tölvupóstsamskipti
Um hvað er námskeiðið?
Í þessu námskeiði lærir þú:
Hvernig á að skrifa skýra og hnitmiðaða tölvupósta
Hvernig á að koma boðskap þínum á framfæri án misskilnings
Hvernig á að draga úr tölvupóstálagi og spara tíma
Hvernig á að hafa samskipti af öryggi og fagmennsku í rafrænum heimi
Hvernig á að nota tölvupóst til að byggja upp traust og tengsl
Þú færð praktíska þjálfun í að skrifa tölvupósta sem fólk vill lesa – ekki bara skanna. Þegar þú hefur lokið námskeiðinu verður fólk farið að brosa þegar það sér póst frá þér í innhólfinu – í stað þess að hugleiða veikindadaga!
Vissir þú að meðalstarfsmaður eyðir þriðjungi vinnudagsins í tölvupósti? Með réttu aðferðunum getur þú sparað tíma, aukið skilvirkni og styrkt faglega ímynd þína.
Fyrir hverja?
Alla þá sem eiga í almennum tölvupóstsamskiptum og vilja gera þá hnitmiðaða og ekki síður þá sem vilja draga úr tölvupóstálagi.
Námskaflar og tími:
- Inngangur og markmið - 2 mínútur
- Uppsetning og form tölvupósts - 12 mínútur
- Tölvupóstsamskipti á vinnustað - 10 mínútur
- Fjölmenningarleg samskipti - 3 mínútur
- Samantekt - 1 mínúta
28 mínútur
Textun í boði:
Íslenska
Leiðbeinendur:
Snorri Engilbertsson
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson er höfundur námskeiðsins. Hann stofnaði fyrirtækið Takmarkalaust Líf ehf. á vormánuðum 2011. Fyrir þann tíma hafði hann starfað hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 12 ár og sinnt þar ýmsum störfum. Undanfarin ár hef Ásgeir haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða fyrir stærstu félagasamtök og fyrirtæki landsins. Þeir einstaklingar sem hafa notið leiðsagnar hans skipta þúsundum.