

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi í fjarheilbrigðisþjónustu
Óskum eftir hjúkrunarfræðingi/hjúkrunarnema í fjarheimahjúkrun!
Viltu taka þátt í framtíð stafrænnar velferðarþjónustu og veita einstaklingum faglega og hlýlega hjúkrun í gegnum stafrænar lausnir? Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarnema í spennandi starf í skjáveri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
📍 Um starfið
Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarnema í 100% sumarstarf í dagvinnu. Starfið felst í því að veita fjarheimahjúkrun í gegnum tæknilausnir. Sem dæmi um verkefni má nefna:
✅ hjúkrun, ráðgjöf og stuðning í gegnum skjáheimsóknir.
✅ fjarvöktun og eftirfylgd með langvinnum sjúkdómum í gegnum fjarvöktunarbúnað.
✅ eftirlit með og þjónusta sjálfvirka lyfjaskammtara.
✅ náið samstarfi við aðstandendur og aðra fagaðila.
Þetta er einstakt tækifæri til að starfa í framsæknu umhverfi og taka þátt í þróun heilbrigðisþjónustu sem eykur öryggi og lífsgæði fólks á eigin heimili.
🩺 Við leitum að einstaklingi sem…
🔹 Er hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi eða hjúkrunarnemi með brennandi áhuga á fjarheilbrigðisþjónustu.
🔹 Býr yfir góðri samskiptahæfni, jákvæðni og fagmennsku í starfi.
🔹 Er sjálfstæður, lausnamiðaður og skipulagður.
🔹 Hefur góða almenna tæknikunnáttu og sveigjanleika til að læra nýjar stafrænar lausnir.
🔹 Talar íslensku á B1-stigi eða hærra.
Hreint sakavottorð er skilyrði í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.































