Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar augnsjúkdóma
Við leitum eftir öflugum leiðtoga til að leiða göngudeild augnsjúkdóma Landspítala á Eiríksgötu 5. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar, við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg. Starfið er er unnið í nánu samstarfi við forstöðuhjúkrunarfræðing, yfirlækna og annað starfsfólk.
Göngudeildin er miðstöð augnsjúkdóma í landinu og skiptist í göngudeild, dagdeild og skurðstofur. Á deildinni starfar um 30 manna hópur samhentra starfsmanna.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni deildar. Ábyrgðasviðið er þríþætt, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur hjarta- og augnþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Education and requirements
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Framhaldsmenntun í hjúkrun eða önnur viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
Farsæl reynsla af uppbyggingu og stýringu mannauðs er kostur
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
Hæfni til að leiða teymi
Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Góð íslenskukunnátta
Responsibilities
Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun hjúkrunar á deildinni, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni
Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildinni
Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar
Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun deildarinnar í samráði við yfirlækna og forstöðufólk hjarta- og augnþjónustu
Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
Starfar náið með deildarstjórum hjúkrunar innan hjarta- og augnþjónustu og er virkur þátttakandi í samstarfi þeirra á milli
Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala