

Hjúkrunarfræðingar takið eftir! Fjölbreytt og skemmtileg störf í boði á meltingar- og nýrnadeild
Langar þig í skemmtilegt starf í styðjandi starfsumhverfi, þar sem góður starfsandi ríkir og virðing, jákvæðni og samvinna eru höfð í fyrirrúmi?
Endilega grípið tækifæri og hafið samband við okkur sem fyrst!
Við leitumst eftir að fá hjúkrunarfræðinga til liðs við okkur í spennandi og öflugu starfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag eftir samkomulagi. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Meltingar- og nýrnadeild er 19 rúma bráðalegudeild og sinnir sjúklingum með bæði bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum auk annarra sjúkdóma á sviði bráðra lyflækninga. Við leggjum mikla áherslu á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi, markvissa umbótavinnu og tækifæri til eflast og þróast í starfi.
Við leggjum okkur fram við að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og að veita góða og markvissa aðlögun. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Guðrúnu Yrsu, hjúkrunardeildarstjóra.






























































