
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Forstöðumaður í þjónustuíbúðum Lönguhlíð
Vesturmiðstöð auglýsir eftir öflugum forstöðumanni til að starfa yfir þjónustuíbúðum í Lönguhlíð. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.
Forstöðumaður ábyrgð á daglegri stýringu þjónustu í Lönguhlíð. Um er að ræða 33 þjónustu íbúðir. Unnið er eftir markmiðum, hugmyndafræði og gæðastefnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi sem skilar sér í öflugri þjónustu.
Stjórnar starfsmannamálum vinnustaðarins og ber ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnunnar, þ.m.t. ráðningum, vaktaáætlunum, orlofstöku, símenntun, handleiðslu og starfsþróunarsamtölum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg ábyrgð með framkvæmd þjónustunnar og útdeilingu verkefna.
- Fjárhagsleg ábyrgð í samvinnu við Deildarstjóra þjónustu fullorðinna.
- Stjórnar og heldur utan um starfsmannamál, vinnufyrirkomulag og vinnuskyldu starfsmanna.
- Ber ábyrgð á starfsstöð og að öll mál sem snerta starfsstað fái viðeigandi úrlausn.
- Ber ábyrgð á velferð íbúa sem og þeim verkefnum sem tengjast íbúa og ber að sinna.
- Hefur yfirumsjón með daglegum rekstri og innkaupum
- Forstöðumaður sér til þess að starfað sé í samræmi við lög um félagsþjónustu og önnur viðeigandi lög og reglugerðir.
- Forstöðumaður skal þekkja og vinna samkvæmt velferðarstefnu Reykjavíkurborgar, mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar, mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og siðareglum starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda.
- Framhaldsháskólamenntun sem nýtist í starfi kostur.
- Mikil stjórnunar- og rekstrarreynsla.
- Reynsla af starfi með öldruðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Leiðtogahæfni
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings og ráðgjafarteymi
Advertisement published18. March 2025
Application deadline2. April 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (24)

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarsta
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf í nýjum íbúðarkjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi Vesturmiðstöðvar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi í vinnu og virkni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi í sumarafleysingu á Laugavegi 105
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi á Íbúðakjarna Grafarholti sumarafleysing
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í skemmtilegum íbúðakjarna í hjarta borgarinnar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarfulltrúi fjármála- og reksturs hjá Barnavernd
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Uppeldis- og meðferðarráðgjafi á Mánabergi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt sumarstarf á íbúðarkjarna í breiðholtinu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í heimastuðningi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi í sumarstarf á íbúðarkjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunar/sjúkraliða- og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun -Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi/læknanemi - Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Framkvæmdastjóri
Auðna Tæknitorg

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Starfsmaður á Heimili fyrir börn
Mosfellsbær

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Traust aðstoðarfólk óskast á Selfossi
NPA miðstöðin

Sumarstarfsmaður á Heimili fyrir börn
Mosfellsbær

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Spennandi sumarstarf á heimili fatlaðs fólks
Sumarstörf - Kópavogsbær

Starfsmaður óskast til starfa í Geitunga - úrræði fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Sumarstörf með fötluðu fólki á Egilsstöðum
Fjölskyldusvið

Stuðningsráðgjafi í vinnu og virkni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið