
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun þróar og fjárfestir í endurnýjanlegri raforkuvinnslu á erlendri grundu. Með því viljum við flytja út og efla íslenskt hugvit, auka kraft okkar í baráttunni við loftslagsbreytingar og skapa verðmæti fyrir íslensku þjóðina. Norðurslóðir eru í forgrunni hjá okkur og þar eru mörg áhugaverð verkefni í undirbúningi.
Við leitum að kraftmiklum forstöðumanni til að leiða deild erlendra verkefna. Deildin, sem er á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar, mun þróa og sjá um verkefni sem tengjast nýjum orkumörkuðum utan Íslands, svo sem í Kanada og á Grænlandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- að stýra teymi um þróun og umsjón verkefna á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu erlendis og leiða samstarf sem þeim tengist
- að uppfæra og innleiða verklag, ferla og kerfi sem styðja erlenda starfsemi
- að stýra samskiptum við innri og ytri hagaðila sem tengjast erlendri starfsemi
Menntunar- og hæfniskröfur
- reynsla af því að þróa og hafa umsjón með orkuverkefnum af því tagi sem um ræðir
- hagnýt þekking og framhaldsnám í raunvísindum, viðskiptum, fjármálum eða öðru sem nýtist í starfi
- öflugir stjórnunar- og samskiptahæfileikar á íslensku og ensku
- samstarfsvilji, lausnamiðuð hugsun og vaxtarviðhorf
- sköpunargleði og skipulagshæfni
Advertisement published14. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
International businessProactiveLeadershipHuman relationsAmbitionProject management
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í fjármálateymi
Lava Show

Sérfræðingur á sviði stefnumótunar og rekstrar
Hagar hf.

Deildarstjóri bókhaldsþjónustu
Norðurál

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?
Landsvirkjun

Vélahönnuður - Sumarstarf
Klaki ehf

Vélahönnuður
Klaki ehf

Stýrir þú viðhaldi?
Landsvirkjun

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Mímir

Aðalbókari
Linde Gas

Vörustjóri einstaklingsmarkaðar
Síminn

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Fjármálastjóri / Chief Financial Officer -Your Friend In RVK
Your Friend In Reykjavik