
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Stýrir þú viðhaldi?
Við leitum að sérfræðingi í viðhaldsstjórnun til að ganga til liðs við teymi eignastýringar á sviði vatnsafls. Teymið leggur áherslu á stöðugar umbætur og framþróun og kappkostar að orkumannvirkin okkar skili hlutverki sínu. Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér náið samstarf á sviði viðhaldsstjórnunar með öllum aflstöðvum Landsvirkjunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur viðhaldskerfis Landsvirkjunar.
- Þátttaka í framþróun á ástandsstýrðu viðhaldi og stöðlun á verklagi.
- Umsjón með tæknigögnun og kóðun á búnaði.
- Greining á virkni viðhaldskerfis og áreiðanleika búnaðar.
- Þróun lykilmælikvarða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnháskólanám á sviði verkfræði, tæknifræði eða sambærileg menntun.
- Haldgóð reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking í viðhaldsfræðum.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Advertisement published14. March 2025
Application deadline23. March 2025
Language skills

Required
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?
Landsvirkjun

Vélahönnuður - Sumarstarf
Klaki ehf

Vélahönnuður
Klaki ehf

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Verkefnastjóri verklegra framkvæmda
Flóahreppur

Vélahönnuður
KAPP ehf

Lánastjóri fyrirtækja - Viðskiptabanki
Íslandsbanki

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali
Nýr Landspítali ohf.

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi