Nýr Landspítali ohf.
Nýr Landspítali ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali

NLSH (Nýr Landspítali ohf.) leitar að verkefnastjóra til að stýra krefjandi verkefnum tengdum öflun tækja og búnaðar fyrir nýjar byggingar Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.

NLSH (Nýr Landspítali ohf.) er opinbert hlutafélag sem ber ábyrgð á skipulagningu, hönnun og framkvæmd nýrra bygginga fyrir Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Félagið ber jafnframt ábyrgð á að skipuleggja og innleiða nauðsynlegar tæknilausnir og búnað, svo sem rannsóknar- og lækningatæki ásamt nauðsynlegum hugbúnaðarlausum fyrir starfsemi sjúkrahúsanna.

Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg. Fjöldi ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun og gerð áætlana fyrir lækninga- og rannsóknartæki
  • Skilgreining á búnaði í samstarfi við notendur og ráðgjafa
  • Þátttaka í stefnumótun um aðferðafræði við innkaup búnaðarins
  • Framvinduáætlanir og uppbrot í innkaupapakka
  • Kostnaðaráætlanir og áhættumat búnaðarkaupa
  • Samvinna við önnur fagsvið NLSH vegna búnaðarins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í verkfræði, tæknifræði eða sambærilegu sviði
  • Reynsla af stjórnun stærri tæknilegra verkefna
  • Góð samskiptafærni, sjálfstæði, frumkvæði og metnaður
  • Þekking á lækningatækjabúnaði er kostur
  • Kunnátta í áætlanagerð, tíma- og fjárhagslegri stýringu verkefna er kostur
  • Grunnþekking á opinberri stjórnsýslu og innkaupum er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku er skilyrði
  • Þekking á norðurlandamáli er kostur
Advertisement published11. March 2025
Application deadline27. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Vatnsmýrarvegur 22, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags