Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa

Viltu starfa í hátæknilegu og krefjandi umhverfi?

Rio Tinto á Íslandi leitar að sérfræðingi með bakgrunn í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða sambærilegu til að sinna lykilhlutverki í þróun og rekstri orkustjórnkerfa álversins í Straumsvík. Í starfinu felst að tryggja stöðugan og öruggan rekstur háspennu- og afriðlabúnaðar álversins.

Ef þú hefur brennandi áhuga á að starfa við eitt mikilvægasta raforkukerfi landsins og taka þátt í þróun á öruggum og skilvirkum rekstri, hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur, eftirlit og bilanagreiningar á háspennu- og lágspennubúnaði í aðveitu- og dreifistöðvum.
  • Þróun og viðhald straumstýringa og hugbúnaðar fyrir afriðladeildir, m.a. með iðntölvuforritun.
  • Mælingar, greiningar á rekstrartruflunum og þátttaka í umbótaverkefnum til að auka rekstraröryggi og skilvirkni.
  • Samstarf við orkufyrirtæki, verktaka og birgja til að tryggja öruggan og hagkvæman rekstur.
  • Eftirfylgni með öryggisreglum, stöðlum og verklagsreglum vinnu við rafbúnað.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða skyldu fagi. Iðnmenntun á sviði rafmagns er kostur.
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi háspennubúnaðar og dreifikerfa, þar með talið aflspennum, rofabúnaði og verndarkerfum.
  • Góð hæfni í bilanagreiningu, rafmagnsgæðum og orkunýtni, auk þekkingar á SCADA-kerfum, fjargreiningu og sjálfvirkum stjórnkerfum.
  • Reynsla af iðntölvuforritun er kostur.
  • Rík öryggisvitund og ögun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð samskiptahæfni og geta til að starfa í teymi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi
  • Frítt fæði í mötuneyti.
  • Heilsustyrkur.
  • Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
  • Velferðartorg.
  • Þátttaka í hlutabréfakaupum.
  • Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Advertisement published11. March 2025
Application deadline17. March 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.TechnologistPathCreated with Sketch.Engineer
Work environment
Professions
Job Tags