

Sérfræðingur í iðnstýringum
Norðurál leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í iðnstýringum. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir tæknisvið fyrirtækisins.
· Uppbygging, viðhald og þróun iðnstýringa, skjákerfa og gagnagrunnskerfa
· Stuðla að aukinni sjálfvirkni búnaðar og nýtingu upplýsinga frá iðnstýrikerfum
· Tækniþjónusta varðandi iðnstýringar, skjákerfi og gagnagrunnskerfi
· Samskipti við framleiðsludeildir
· Samskipti við framleiðendur búnaðar
· Þátttaka í skilgreiningu og hönnun vegna breytinga eða nýfjárfestinga
· Háskólamenntun á sviði rafmagnsverkfræði/-tæknifræði
· Sterk öryggisvitund, frumkvæði og fagleg vinnubrögð
· Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
· Reynsla af rekstri eða hönnun iðnstýri- og skjámyndakerfa er kostur
· Þekking á búnaði frá Allen Bradley æskileg











