
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Ert þú rafeindavirki eða með sambærilega menntun?
Isavia ANS óskar eftir að ráða rafeindavirkja eða manneskju með sambærilega menntun. Starfið felur í sér uppsetningu, rekstur og viðhald á fjölbreyttum og tæknilega krefjandi kerfum sem styðja við flugleiðsögu vítt og breitt um landið. Starfið krefst töluverðra ferðalaga út á land vegna uppsetninga og viðhalds. Viðkomandi þarf að geta farið út á land með stuttum fyrirvara þegar þörf krefur. Viðkomandi þarf að geta unnið skipulega, bæði sjálfstætt og í hópi. Hann þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með tileinka sér nýja tækni.
Í starfinu er unnið með tæknibúnað innan- og utandyra, m.a. uppi í möstrum. Um er að ræða dagvinnustarf með bakvaktakerfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða rekstur og viðhald á:
- Fjarskiptabúnaði
- Net- og símkerfum
- Veðurkerfum
- Flugleiðsögubúnaði
- Kögunarbúnaði (radartengdur búnaður)
- Myndavélakerfum
Menntunar- og hæfniskröfur
Æskilegt er að viðkomandi búi yfir eftirfarandi:
- Reynslu af störfum við loftnet og fjarskiptabúnað
- Reynslu af kapallögnum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhuga á tæknimálum
- Grunnþekkingu á uppbyggingu og rekstri fjarskipta- og netkerfa
- Þarf að geta unnið í hæð
- Þekking á Linux er kostur
- Góð kunnátta í ensku og íslensku
Advertisement published12. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills

Required

Required
Type of work
Skills
Electronic technicsIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Rafvirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Komdu í kraftmikið teymi – Rafvirki óskast!
AK rafverktakar ehf.

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Þjónusta, bilanagreiningar og viðgerðir á lyftum Schindler
Schindler

Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í iðnstýringum
Norðurál

Öflugur starfsmaður óskast
Múlaradíó ehf

Rafvirki
Rafsetning

Rafvirki
Norðurorka hf.

Ertu rafvirki eða að læra rafvirkjun?
Ljósleiðarinn

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland

Hraunbræðslusérfræðingur í Vík- Lava Melter in Vík
Lava Show