
Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.

Spennandi vélvirkja- og rafvirkjasumarstörf
Við leitum að vélvirkjum og rafvirkjum til starfa hjá fyrirtækinu næsta sumar. Nemar eru einnig velkomnir. Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi. Störfin eru í dagvinnu og henta öllum kynjum. Starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsfólk fer í markvissa þjálfun í upphafi starfstíma, þar sem höfuðáhersla er lögð á öryggi starfsfólks á vinnustað og þekkingu á vinnuumhverfi og tækjabúnaði. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
- 18 ára lágmarksaldur
- Mikil öryggisvitund og árvekni
- Heiðarleiki og stundvísi
- Góð samskiptahæfni
- Dugnaður og sjálfstæði
- Bílpróf er skilyrði
- Grunndeild iðnaðar lokið eða a.m.k. 80 einingum í námi lokið
Fríðindi í starfi
- Ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu
- Vinnuvélaréttindi
Advertisement published7. February 2025
Application deadline16. March 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Type of work
Skills
Driver's license (B)HonestyHuman relationsElectricianPunctualIndustrial mechanics
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Bifvélavirki/vélvirki
Terra hf.

Rafvirki í ört vaxandi fyrirtæki.
Lausnaverk ehf

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Vélvirki / Vélstjóri (Mechanic). 50-100% starfshlutfall.
Ísfugl ehf

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Viltu virkja þína starfsorku í þágu fasteigna ON?
Orka náttúrunnar

Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Stöðvarstjóri í Reykjanesbæ
Frumherji hf

Skoðunarmaður ökutækja á Akureyri
Frumherji hf

Viðhaldsmaður tækjabúnaðar
Frumherji hf

Bifvélavirki eða starfsfólk með reynslu
Max1 Bílavaktin