

Vörustjóri einstaklingsmarkaðar
Síminn leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf vörustjóra einstaklingsmarkaðar sem mun vinna að því að greina markaðstækifæri, þróa nýjar vörur og þjónustur og tryggja að Síminn haldi áfram að vera leiðandi á fjarskiptamarkaði.
Vörustjóri einstaklingsmarkaðar hjá Símanum er hluti af teymi viðskiptaþróunar og vörustýringu Símans. Viðskiptaþróun og vörustýring gegnir lykilhlutverki í að þróa og innleiða lausnir sem sameina þarfir viðskiptavina og árangur Símans á einstaklingsmarkaði. Teymið ber ábyrgð á frammistöðu vöruframboðs, að hámarka virði þess á hverjum tíma auk þess að leita stöðugt að nýjum tækifærum.
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling sem vill hafa áhrif á þróun fjarskiptamarkaðarins til framtíðar. Hjá okkur muntu fá tækifæri til að vaxa í krefjandi og spennandi vinnuumhverfi, þar sem hugmyndir þínar og framlag skipta máli.
- Greina markaðstækifæri og neytendahegðun til að finna nýjar leiðir til vaxtar
- Þróa viðskiptagreiningar (e. Business case) fyrir nýjar vörur og þjónustur
- Móta stefnu og framtíðarsýn fyrir vöru- og þjónustuframboð í samstarfi við stjórnendur
- Fylgjast með samkeppni og nýsköpun á fjarskiptamarkaði
- Reynsla af vöru- og viðskiptaþróun á neytendamarkaði
- Þekking á markaðs-, viðskipta-, og fjármálagreiningum sem og þróun viðskiptalíkana
- Reynsla af kynningum og framsetningu gagna á einfaldan hátt
- Góð hæfni í notkun gagnagreiningatóla (Excel, PowerBi eða sambærilegt)
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Hæfni til að greina tækifæri og samkeppni
- Áhugi á nýsköpun
- Gagnadrifinn hugsunarháttur
- Skapandi og lausnamiðað hugarfar
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Hæfni til að byggja upp bæði innri og ytri samstörf
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
