

Stuðningsráðgjafi í vinnu og virkni
Virknmiðstöð Reykjavíkur óskar eftir drífandi og úrlausnagóðum stuðningsráðgjafa. Starfsemin býður upp á fjölbreytt tækifæri fyrir fatlað fólk til að efla sig í vinnu og virkni. Lögð er áhersla á jöfn tækifæri og stuðning sem miðar að getu og óskum hvers og eins.
Í starfi sköpum við valdeflandi umhverfi á grunni þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Starfsemin fer fram á þremur starfsstöðum: Smiðjunni, Opus og Iðjubergi, auk þess er starfrækt smíðastofa og listasamiðja.
Laus er til umsóknar staða stuðningsráðgjafa í Smiðjunni að Bæjarflöt 17. Stuðningsráðgjafi vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks í að viðhalda og efla færni, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þeirra.
Vinnutími er 8:30 - 15:45, eða eftir samkomulagi. 36 tíma vinnuvika. Opnunartími er kl. 08:15 - 16:15 virka daga.
- Hvetur og styður einstaklinga í vinnu og áhugatengdri virkni.
- Sinnir umönnun, setur sig inn í tjáningform einstaklinga og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þeirra.
- Er leiðandi í starfsmannahópnum þegar kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðar.
- Vinnur eftir einstaklingsáætlunum og aðstoðar aðra að framfylgja þeim í samráði við stjórnendur.
- Tekur þátt í að skapa og þróa ný tækifæri í vinnu og virkni.
- Tekur þátt í fundum og teymisvinnu sem tengjast starfinu.
- Verkstýrir starfsfólki í samræmi við leiðbeiningar deildarstjóra í fjarveru þeirra.
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis, mennta- og/eða félagsvísinda.
- Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg.
- Reynsla og þekking á þjónandi leiðsögn, hugmyndafræði um sjálfstætt líf og valdeflingu.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Ökuréttindi æskileg.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Íslenskukunnátta C-1 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma.
- Sund og menningarkort Reykjavíkurborgar.
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngusamningur







































