
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.
Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
Óskum eftir hressu fólki til að aðstoða aðstoða 11 ára gamlan dreng við allar athafnir daglegs lífs. Hann er hress og lífsglaður drengur sem þarf alúð og aðstoð bæði daga og nætur.
Við leitum því að duglegum og sveigjanlegum einstaklingum sem treysta sér til að sinna dag-, helgar- og kvöldvöktum og mögulega næturvöktum með tímanum.
Erum búsett á Selfossi.
Íslenskukunnátta er skilyrði og eins þarf umsækjandi að vera líkamlega hraust/ur. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi bílpróf. Gott er að umsækjandi hafi reynslu af að starfa með fólki með fatlanir en þó er það ekki skilyrði.
Starfið byggir á NPA hugmyndafræði (notendastýrð persónuleg aðstoð). Nánar má lesa um hugmyndafræðina hér: Hugmyndafræðin - NPA miðstöðin. En þó er hér um að ræða barn sem býr hjá foreldrum sínum og því mikilvægt að umsækjendur skilji og beri virðingu fyrir friðhelgi heimilislífsins.
Við fjölskyldan erum að stíga okkar fyrstu skref á NPA vegferðinni og leitum að hressum og kátum einstaklingum sem auðga kærleiksríkt umhverfi fyrir dásamlegan dreng.
Um ráðningu gildir Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar, Eflingar og SGS. NPA miðstöðin er umsýsluaðili NPA samningsins og sér meðal annars um launagreiðslur og ráðningarsamninga. Foreldrar drengsins sjá um starfsviðtöl og hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfið í síma 895-9515.
Advertisement published10. March 2025
Application deadline24. March 2025
Language skills

Required
Location
Selfoss upprunaland , 800 Selfoss
Type of work
Skills
Clean criminal recordPositivityDriver's licencePatience
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Traust aðstoðarfólk óskast á Selfossi
NPA miðstöðin
Similar jobs (12)

Starfsmaður í mötuneyti
Reykjalundur

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlað fólk - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Spennandi sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Afgreiðslustarf í Lyfjavali Reykjanesi
Lyfjaval

Almenn umsókn um sumarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær

Ráðgjafi
Vinakot

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin

Sumarstarf - Hostel og tjaldsvæði - Lava Hostel and camping
Ferðbúinn ehf.

Aðstoðarmaður tannlæknis
Tannsetrið ehf

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Flotastjóri - Rekstrarstjóri
David The Guide ehf.

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk – Blikaás
Hafnarfjarðarbær