
Framkvæmdastjóri
Við leitum að framsýnum og drífandi leiðtoga með framúrskarandi samskiptahæfni og brennandi áhuga á nýsköpun í starf framkvæmdastjóra Auðna tæknitorgs.
Tilgangur Auðnu tæknitorgs er að stunda tækniyfirfærslu fyrir háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi. Þannig skili afurðir vísindastarfs sér til samfélagsins, atvinnulífs og sprotafyrirtækja, og skapi með því verðmæti, ný störf, vörur og þjónustu, sjálfbærar lausnir og samfélagslegan ávinning sem efli samkeppnishæfni landsins.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og stefnumótun félagsins, leiðir framþróun þess og er í lykilhlutverki í tengslum milli vísinda og atvinnulífs. Viðkomandi hefur yfirumsjón með hugverkarétti sem Auðna annast, sér um samningagerð fyrir hagsmunaaðila og tekur virkan þátt í markaðssetningu þeirra.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Víðtæk starfs- og stjórnunarreynsla, m.a. á sviði hugverkaréttar, nýsköpunar, markaðssetningar og akademískra starfa er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni í ræðu og riti
- Sterkir leiðtogahæfileikar sem hvetja til samvinnu, nýsköpunar og þróunar
- Færni í að byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við hagsmunaaðila og samstarfsaðila
- Öguð og skipulögð vinnubrögð og hæfni til að halda mörgum verkefnum í gangi samtímis
- Reynsla af samningaviðræðum og gerð samstarfssamninga með áherslu á gagnkvæman ávinning





