Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Forstöðumaður launadeildar

Við leitum af kraftmiklum stjórnanda með góða þekkingu á launavinnslu og launaáætlanagerð í starf forstöðumans launadeildar á Eir, Skjól og Hamra hjúkrunarheimili.

Forstöðumaður launadeildar Eirar, Skjóls og Hamra ber ábyrgð á fjölbreyttum verkefnum sem tengjast launavinnslu, launaáætlunum og stjórnun launatengdra verkefna. Launadeildin er með fjóra starfsmenn sem heyra undir forstöðumann. Deildin tilheyrir mannauðssviði og starfar í nánu samstarfi við stjórnendateymi heimilanna.

Hjúkrunarheimilin okkar eru óhagnaðardrifnar sjálfseignarstofnanir og hafa það að markmiði að veita persónulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt. Íbúar og skjólstæðingar eru í forgrunni með virðingu, vellíðan og virkni að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

1) Launavinnsla:

  • Tryggja rétta og tímanlega launavinnslu fyrir launaútborgun fyrir allt starfsfólk.
  • Yfirfara og samþykkja launaútreikninga.
  • Gætir þess að allar launagreiðslur séu í samræmi við gildandi kjarasamninga.

2) Launaáætlanagerð og kostnaðargreining:

  • Vinna launaáætlanir í samvinnu við stjórnendur og fjármála- og rekstrarsvið.
  • Halda utan um mönnunarmódel, ásamt vakta- og viðverukerfi MyTimeplan (MTP).
  • Fylgjast með launakostnaði og greina frávik frá áætlunum í samráði við stjórnendur.
  • Koma með tillögur að úrbótum í launastefnu stofnunar.

3) Viðverukerfi og tímaskráningar:

  • Ábyrgð og utanumhald á MTP.
  • Fylgjast með og uppfæra MTP í takt við kjarasamninga og aðrar breytingar.
  • Innra eftirlit, framþróun og frekari nýtingu MTP.
  • Þjónusta og kennsla stjórnenda við MTP.

4) Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur:

  • Veita stjórnendum ráðgjöf í samvinnu við mannauðsteymi sviðsins.
  • Útbúa og þátttaka í fræðslu til stjórnenda og starfsfólks um launamál, réttindi og skyldur.
  • Leysa úr launatengdum fyrirspurnum og ágreiningi.

5) Utanumhald og skýrslugerð:

  • Tryggja skil á gögnum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða s.s. varðandi iðgjaldaskil og skilagreinar.
  • Fylgjast með breytingum á kjarasamningum og vinnulöggjöf og innleiðir í samvinnu við mannauðsteymi.

6) Samstarf og samhæfing:

  • Vinnur þétt með æðstu stjórnendum við gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með launakostnaði.
  • Tekur þátt í þróunarvinnu og umbótaverkefnum sem snúa að launamálum.
  • Vinnur í nánu samstarfi við mannauðsteymi að jafnlaunavottun ásamt sameiginlegum launa- og mannauðsferlum.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem stjórnandi felur viðkomandi.
Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svosem viðskiptafræði, hagfræði eða reikningshald, er skilyrði.

1) Fagleg þekking og reynsla:

  • Reynsla af launavinnslu og launatengdum verkefnum.
  • Þekking á kjarasamningum, vinnurétti, lífeyrissjóðsgreiðslum og skattamálum.
  • Reynsla af gerð launaáætlana og launakostnaðargreininga.
  • Þekking á launakerfum og vaktavinnuumhverfi.
  • Þekking á upplýsingatækni sem tengist launavinnslu, þekking á H3 og MyTimeplan (MTP) er kostur.

2) Stjórnun og samskiptahæfni:

  • Reynsla af stjórnun eða leiðtogahlutverki er kostur.
  • Góð hæfni í samskiptum.
  • Hæfni til að veita ráðgjöf og kenna.
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi og með ströng tímamörk.

3) Tæknileg færni og greiningarhæfni:

  • Hæfni til að vinna með tölfræðigögn, launagreiningar og fjármálaupplýsingar.
  • Góð tök á Excel og öðrum fjármálakerfum
  • Geta til að vinna greiningar og skýrslur.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Íþróttastyrkur, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti.
Umsóknarfrestur

Um er að ræða framtíðarstarf. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2025.

Nánari upplýsingar veitir Helga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, [email protected].

Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.

Advertisement published10. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags