Náttúrufræðistofnun
Náttúrufræðistofnun

Sérfræðingur fjármála og launavinnslu

Náttúrufræðistofnun auglýsir laust til umsóknar fullt starf sérfræðings fjármála og launa. Starfið tilheyrir sviði rekstrar og mannauðs og meginverkefni snúa að vinnu við bókhald, launavinnslu, rekstraráætlanir og öðrum þáttum fjármála undir stjórn sviðsstjóra rekstrar og mannauðs. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með fjölbreyttum fjármálatengdum verkefnum og launavinnslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með bókhaldi og reikningagerð

  • Uppgjör bankareikninga og kreditkorta ásamt frágangi á virðisaukaskattsuppgjöri.

  • Umsjón með launavinnslu og tímaskráningum

  • Samþykkt reikninga

  • Vinna við áætlanagerð reksturs og frágang ársreiknings

  • Aðstoð við áætlanagerð og uppgjör sértækra verkefna

  • Samskipti við fjármálaskrifstofu umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytisins og Fjársýslu ríkisins vegna fjármála í samvinnu við sviðsstjóra.

  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Marktæk reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði

  • Kostur ef viðkomandi er viðurkenndur bókari eða viðskiptafræðingur

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg

  • Þekking á Orra, fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins, er æskileg

  • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Góð samskiptafærni

  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

  • Þekking á PowerBI er kostur

Advertisement published7. March 2025
Application deadline17. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Optional
Intermediate
Location
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Norðurslóð 2, 600 Akureyri
Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags