
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Yfirlæknir mæðraverndar - HH og ÞÍH
Við leitum að sérfræðingi í kvensjúkdóma og fæðingarhjálp í starf yfirlæknis mæðraverndar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, HH og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, ÞÍH. Starfshlutfall er 80-100% sem skiptist 50-70% hjá HH og 30% hjá ÞÍH. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir kvensjúkdóma- og fæðingarlækni sem hefur áhuga á a þátttöku í nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og sinnir sérfræðiþjónustu og ráðgjöf í mæðravernd á heilsugæslustöðvum
- Frumkvæði að hagræðingu, samræmingu og skipulagningu þjónustunnar á heilsugæslustöðvum
- Ráðgefandi varðandi sérhæfða meðferð í mæðravernd til annarra starfsmanna innan HH og á landsvísu
- Sinna innleiðingu faglegra leiðbeininga og nýjunga á sviði mæðraverndar
- Stuðla að öflugum innlendum og erlendum samskiptum á sviði mæðraverndar
- Þróun og samræming mæðraverndar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við annað fagfólk í mæðravernd á landsvísu
- Sinna vísinda-, þróunar-, og gæðastarfi á sínu fagsviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt lækningaleyfi
- Sérfræðimenntun í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp
- Reynsla af gæðaeftirliti og vísindastörfum
- Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Áreiðanleiki jákvæðni og sveigjanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (13)

Ljósmóðir - Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH vestur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Skemmtileg sumarstörf - Sjúkraliði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Skemmtileg sumarstörf - Hjúkrunarfræðingur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Skemmtileg sumarstörf - Félagsliði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

5. árs læknanemi - Sumarstarf HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sumarstörf HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Ljósmæður sumarafleysingar-Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sambærileg störf (12)

Almennur læknir - tímabundið starf innan líknarlækninga
Landspítali

Yfirlæknir Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu
Landspítali

Hjúkrunar - og læknanemar - Sumarstörf
Hrafnista

Yfirlæknir bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Stjórnsýsludeild klínískrar þjónustu - Yfirlæknir
Landspítali

Almennur læknir/ tímabundið starf innan nýrnalækninga
Landspítali

Læknir í transteymi fullorðinna
Landspítali

Clinical doctor with the National gender affirming care service for adults in Iceland
Landspítali

Viltu vinna hjá SÁÁ?
SÁÁ

5. árs læknanemi - Sumarstarf HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali

Sumarstörf 2025 - Læknanemar sem lokið hafa 1.-3. námsári
Landspítali