

Læknir í transteymi fullorðinna
Ert þú læknir með áhuga á kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu?
Vilt þú vera hluti af teymi þar sem mikill áhugi og samvinna eru ríkjandi?
Landspítali leitar að framsæknum og áhugasömum lækni til starfa í transteymi fyrir fullorðinna með stuðningi sérfræðilæknis með sérþekkingu í kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu. Þekking á málaflokknum er æskileg en fyrst og fremst áhugi til að læra og þróast í starfi. Þessi staða er afskaplega gefandi starf með áherslu á velferð trans samfélagsins.
Við bjóðum upp á aðgengi að alþjóðlegri þjálfun, ráðstefnum, sérfræðistuðningi og tækifærum á að byggja upp alþjóðlegt tengslanet. Þetta er einstakt og spennandi tækifæri til að halda áfram því starfi sem liggur að baki tilurðar kynstaðfestandi þjónustu fyrir fullorðna á Íslandi. Mikil samvinna er einnig við hagsmunasamtök og mörg tækifæri til samþættingar innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins.
Starfshlutfall er allt að 50%, dagvinna og er starfið laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Boðið er upp á:
- Þjálfun og aðlögun í starfi
- Tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi sem er í stöðugri framþróun
- Starfsumhverfi sem einkennist af virðingu, fagmennsku og teymisvinnu
- Tækifæri til þátttöku í rannsóknum á þessu sviði læknavísinda þar sem hröð framþróun á sér stað































































