

Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd
Vilt þú vinna í fjölskylduvænu umhverfi og vera hluti af öflugum hópi starfsfólks?
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í ung- og smábarnavernd. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Hjúkrunarfræðingar sinna krefjandi og áhugaverðum verkefnum, margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu og hæfni í starf
Ný og spennandi tækifæri eru til starfsþróunar innan HH, þar sem hjúkrunarfræðingum stendur til boða að þróa sig í starfi s.s starfsþróunarár og sérnám í heilsugæsluhjúkrun. Heilsugæslan Efra Breiðholti leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Megin starfssvið er ung- og smábarnavernd innan heilsugæslu.
Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Heilsuvernd skólabarna felst m.a. í reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna. Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur
- Áhugi og reynsla af starfi með börnum
- Þekking og áhugi á heilsueflingu og forvarnarstarfi
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta

























