

Hjúkrunarfræðingur í krabbameinsþjónustu
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í krabbameinsþjónustu Landspítala. Um er að ræða dagvinnu með breytilegum vinnutíma í 80-100% starfshlutfalli við hjúkrun sjúklinga í krabbameinsmeðferð/ þjónustu.
Við veitum fjölbreytta þjónustu við sjúklinga með krabbamein, bæði í lyfja- og geislameðferð og vinnum í virku teymi með öðrum fagstéttum. Unnið er að uppbyggingu og þróun hjúkrunar fyrir þennan sístækkandi sjúklingahóp með gott flæði og samfellda þjónustu milli eininga með sjúklinginn í öndvegi.
Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum, möguleikar á starfsþróun og þátttaka í þróunarverkefnum í hjúkrun sjúklinga með krabbamein.
Til greina kemur að skipta starfsinu að hluta með þátttöku/starfshlutfalli í heimaspítala krabbameinsþjónustu Landspítala.
Upphaf starfs er 1. apríl 2025 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Þórunni deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.































































