
Sérfræðingur á endurhæfingarsviði TR
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á endurhæfingarsviði Tryggingastofnunar (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í teymi ráðgjafa á sviði endurhæfingar. Starfið byggir á frumkvæði og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
-
Mat, greining og úrvinnsla umsókna um endurhæfingarlífeyri.
-
Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila.
-
Samvinna í teymi fyrir mat á endurhæfingu og örorku.
-
Þátttaka í samhæfingarteymi þjónustuaðila.
-
Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.
-
Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga.
-
Önnur sérhæfð verkefni.
-
Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, sálfræði eða félagsráðgjöf
-
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
-
Reynsla af starfi á sviði heilbrigðis- eða velferðarþjónustu
-
Mjög góð samskiptahæfni og frumkvæði
-
Þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
-
Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna
-
Mjög gott vald á rituðu íslensku máli og góð enskukunnátta .













