Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Sérfræðingur á endurhæfingarsviði TR

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á endurhæfingarsviði Tryggingastofnunar (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í teymi ráðgjafa á sviði endurhæfingar. Starfið byggir á frumkvæði og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat, greining og úrvinnsla umsókna um endurhæfingarlífeyri.

  • Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila.

  • Samvinna í teymi fyrir mat á endurhæfingu og örorku.

  • Þátttaka í samhæfingarteymi þjónustuaðila.

  • Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.

  • Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga.

  • Önnur sérhæfð verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, sálfræði eða félagsráðgjöf

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Reynsla af starfi á sviði heilbrigðis- eða velferðarþjónustu

  • Mjög góð samskiptahæfni og frumkvæði

  • Þjónustulund og lausnamiðuð hugsun

  • Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna

  • Mjög gott vald á rituðu íslensku máli og góð enskukunnátta .

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar