Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Sérfræðingur á sviði fjölskyldumála TR

Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum og vilt vinna á nútímalegum og góðum vinnustað þar sem er boðið er upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu og góðan starfsanda? Þá ættir þú að skoða starf sérfræðings á sviði ellilífeyris- og fjölskyldumála hjá Tryggingastofnun (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í teymi sem ber m.a. ábyrgð á úrvinnslu umsókna um foreldragreiðslur og greiðslur til umönnunaraðila fatlaðra og langveikra barna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat, greining og úrvinnsla umsókna um umönnunar- og foreldragreiðslur vegna fatlaðra og langveikra barna.
  • Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila í síma og þjónustumiðstöð
  • Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.
  • Önnur sérhæfð verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. sálfræði, þroskaþjálfun, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun eða félagsráðgjöf. 
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og starfsreynsla af þjónustu við fötluð og langaveik börn og fjölskyldur þeirra.
  • Mjög gott vald á rituðu íslensku máli, ensku og upplýsingatækni.
  • Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar