Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sálfræðingi við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa á Skúlagötu 21 í Reykjavík. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, geðlæknar,atferlisfræðingur, notendafulltrúi, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og skrifstofustjóri. Unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Boðið verður upp á 6 vikna innleiðingu í starf með mentor og áhersla lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðtöl á starfsstöð  
  • Greining og meðferð einstaklinga með geðrænan vanda
  • Vinna í þverfaglegu teymi
  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við einstaklinga og aðstandendur
  • Námskeiðshald
  • Samstarf við aðrar stofnanir, úrræði og samtök
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur skilyrði
  • A.m.k. 3 ára starfsreynsla æskileg
  • Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda skilyrði
  • Þekking og reynsla af gagnreyndum meðferðarleiðum s.s. hugrænni atferlismeðferð skilyrði
  • Þekking og reynsla af áfallavinnu og díalektískri atferlismeðferð kostur
  • Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SálfræðingurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar