Háskólafélag Suðurlands
Háskólafélag Suðurlands

VERKEFNASTJÓRI

BRENNUR ÞÚ FYRIR NÝSKÖPUN OG FRUMKVÖÐLA?
ÞÁ ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR!
Háskólafélag Suðurlands óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra til starfa.
Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að auka nýsköpun og uppbyggingu frumkvöðlaumhverfis á Suðurlandi. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og uppbygging Hreiðursins; frumkvöðlasetra á Suðurlandi
  • Samskipti við frumkvöðla, bakhjarla, mentora og aðra hagaðila
  • Sókn í nýsköpunar- og þróunarsjóði fyrir stuðningsumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar á Suðurlandi
  • Samstarf við önnur frumkvöðlasetur og stoðkerfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfis
  • Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki í nýsköpun
  • Hugmynda- og verkefnaþróun einstaklinga og fyrirtækja í samvinnu við FabLab
  • Almenn verkefna- og viðburðastjórn
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vinnu með frumkvöðlum og atvinnuuppbyggingu og/eða nýsköpun
  • Þekking og/eða reynsla af markaðsmálum og samfélagsmiðlum
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvufærni – kunnátta í Wordpress kostur
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Önnur tungumál kostur.
  • Glaðlyndi, jákvæðni og dugnaður
Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur9. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Tryggvagata 13, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar